Tíu tommu slöngur til að kæla hraunið
Slökkvilið Grindavíkur vinnur hörðum höndum að undirbúningi til að verja Grindavík fyrir næsta atburð sem vofir yfir bænum.
Meðal annars hefur slökkviliðið verið að leggja tíu tommu sverar slöngur sem þeir hyggjast nota til hraunkælingar og segir á Facebook-síðu Slökkviliðs Grindavíkur:
„Við erum vön að vinna með 1½ tommu til 4 tommu slöngur því er þessi ansi sver og þyngdin eftir því. En verið er að leggja u.þ.b. sjö tonn af slöngum en til þess er notuð dráttavél með búnaði til að rúlla hey. Stundum þarf að hugsa út fyrir kassann svo allt gangi sem best.
Vonandi eigið þið öll frábæra verslunarmannahelgi.“
Myndir: Facebook-síða Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.