Tíu tölvustrákar vildu styrk til að spila Counter strike
Grétar Gíslason og Ragnar Vilhjálmsson sendu erindi til nýverið til Tómstunda- og íþróttaráðs Reykjanesbæjar f.h. 10 ungra tölvuleikjaáhugamanna á Suðurnesjum. Óskað er eftir styrk vegna þátttöku á Íslandsmótinu í Counter strike tölvuleik. Stefán Bjarkason hjá Reykjanesbæ hefur hvatt þessa ungu menn til að stofna tölvuleikjafélag eða klúbb og stjórn TRB er reiðubúin að aðstoða við stofnun á slíku félagi.
Samkvæmt reglugerð TÍR um úthlutanir úr Tómstundasjóði og Afreks- og styrktarsjóði eru styrkir aðeins veittir til félaga og klúbba, en ekki einstaklinga. Erindinu er því hafnað.
Samkvæmt reglugerð TÍR um úthlutanir úr Tómstundasjóði og Afreks- og styrktarsjóði eru styrkir aðeins veittir til félaga og klúbba, en ekki einstaklinga. Erindinu er því hafnað.