Tíu tilnefningar til menningarverðlauna í Vogum
Tíu tilnefningar bárust til menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2020. Þetta kemur fram í gögnum frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga.
Nefndin valdi einn einsakling og eitt félag til að hljóta menningarverðlaun sveitarfélagins árið 2020 og voru nöfn þeirra skráð í trúnaðarbókun. Bjarki Þór Wium Sveinsson vék af fundi undir umræðum og kosningu um hvaða félag hlyti verðlaunin.
Nefndin leggur það til við bæjarstjórn að afhending verðlaunanna verði 17. júní og henni verði streymt.