Tíu teknir fyrir hraðakstur
 Tíu ökumenn voru í gær kærðir fyrir of hraðan akstur  í umdæmi Suðurnesjalögreglunnar og mældist sá er hraðast ók á 116 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með ökuskírteini við akstur.
Tíu ökumenn voru í gær kærðir fyrir of hraðan akstur  í umdæmi Suðurnesjalögreglunnar og mældist sá er hraðast ók á 116 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með ökuskírteini við akstur.Tugir ökumanna eru teknir í viku hverri fyrir hraðaakstur í umdæmi Suðurnesjalögreglunnar og daglega eru birtar slíkar fréttir í fjölmiðlum. Samt er eins og sumir láti sér ekki segjast.
Laust eftir klukkan 20.00 var tilkynnt um sinubruna við Litla-Hólm sem er eyðibýli norðan við golfhúsið í Leiru. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem var minniháttar og urðu engar skemmdir af hans völdum.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				