Tíu smáhýsi við tjaldstæðið í Grindavík
Lest flutningabíla með tíu smáhýsi kom til Grindavíkur á þriðjudagskvöld. Smáhýsin voru á miðvikudag sett á undirstöður í hlíð neðan við tjaldstæðið í Grindavík. Það er nokkrir athafnamenn í Grindavík sem standa á bakvið verkefnið, sem kallast Harbour View.
Boðið verður upp á lúxusgistingu í húsunum sem eru innréttuð eins og fullbúin hótelherbergi með útsýni yfir höfnina í Grindavík.
Myndirnar voru teknar þegar smáhýsin komu til Grindavíkur og þegar þau voru sett á undirstöður sínar sl. miðvikudag. VF-myndir: Hilmar Bragi