Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tíu orrustuþotur komnar til Keflavíkur
Fimmtudagur 2. september 2010 kl. 15:50

Tíu orrustuþotur komnar til Keflavíkur

Flugsveit með tíu F15 orrustuþotum og tveimur KC135 eldsneytisbirgðavélum kom til Keflavíkurflugvallar nú eftir hádegið. Flugsveitin er frá bandaríska flughernum og sinnir loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi frá 6. – 24. september. Sveitin er hér stödd samkvæmt samningi íslenskra stjórnvalda og Atlantshafsbandalagsins og starfar í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um 175 liðsmenn bandaríska flughersins verða staddir á Íslandi vegna verkefnisins, sem er sinnt með tíu F15 orrustuþotum, auk þess sem eldsneytisbrigðavél verður stödd hér á landi. Þetta er í þriðja sinn sem Bandaríkjamenn sinna loftrýmisgæslu við Ísland. Í fyrra var loftrýmisgæslunni sinnt með fjórum F15 orrustuþotum og um 140 manna liði.

Þoturnar 10 munu meðal annars æfa lendingar á Keflavíkurflugvelli og aðflug að Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi þegar þoturnar komu til landsins eftir hádegið. Myndband af komu vélanna er væntanlegt inn á vf.is síðar í dag.