Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tíu ökumenn kærðir vegna hraðaksturs
Miðvikudagur 26. júní 2002 kl. 22:24

Tíu ökumenn kærðir vegna hraðaksturs

Lögreglan í Keflavík stöðvaði tíu ökumenn í dag vegna hraðaksturs, þar af sjö á Njarðarbraut móts við Fitjar. Allir ökumennirnir sem stöðvaðir voru á Njarðarbrautinni óku á um 85 km hraða en hámarkshraði þar er 60 km. Að sögn lögreglunnar halda eflaust margir að hámarkshraði á Njarðarbraut sé 90 km enda er lögreglan oftast að stöðva ökumenn á þeim hraða.Fyrir utan hraðamælingar hefur verið mjög rólegt á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík, bæði í dag og á þriðjudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024