Tíu ökumenn kærðir fyrir hraðakstur
Lögreglan í Keflavík kærði alls 10 ökumenn fyrir hraðakstur í gær og í nótt. Voru þeir teknir Reykjanesbraut, Sandgerðisvegi og Grindavíkurvegi en hámarkshraði á þessum vegum er 90 km. Sá sem hraðast ók var á 127 km.
Snemma í gærmorgun hafði lögreglan afskipti af tveimur mönnum á Hafnargötunni en eitthvað var grunnt á vinskap mannana sem ákváðu að útkljá ágreininginn með hnefunum.
Ók lögreglan öðrum manninum til síns heima eftir að hafa skakkað leikinn.
Annars var næturvaktin róleg, að sögn lögreglu, ef frá eru talin kærumálin vegna hraðaksturs.