Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tíu mánaða fangelsi fyrir fjölda brota
Fimmtudagur 8. september 2011 kl. 16:23

Tíu mánaða fangelsi fyrir fjölda brota

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 28 ára gamlan karlmann úr Reykjanesbæ í 10 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota, þar á meðal fíkniefnabrot, búðarhnupl, hilmingu og umferðarlagabrot. Dómurinn lagði hald á 549 þúsund krónur sem fundust á heimili mannsins en peningarnir voru taldir ágóði af fíkniefnasölu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann var einnig sakfelldur fyrir sjö þjófnaðarbrot á rúmlega einu og hálfu ári þar sem þýfið var metið á um 200.000 krónur. Þá var hann sakfelldur fyrir að aka bifreið án ökuréttinda og fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í þrígang.

Einnig var maðurinn sakfelldur fyrir að rækta kannabis, dreifa því og selja. Þá var hann sakfelldur fyrir skjalafals og brot á lögum um útlendinga, fyrir vörslur á breytifölsuðu kennivottorði og hilmingu og vörslur á þó nokkru magni af þýfi.

Lögregla krafðist þess einnig að 14 ára gamall bíll í eigu mannsins yrði gerður upptækur. Dómari hafnaði þeirri kröfu og sagði ósannað að bíllinn væri ávinningur af fíkniefnasölu eða öðrum brotum mannsins.