Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tíu lóðum úthlutað  á bæjarmörkum Grindavíkur og Reykjanesbrautar
Kjartan Már og Grímur handsöluðu lóðasamninginn. VF-mynd/pket.
Laugardagur 18. febrúar 2017 kl. 06:00

Tíu lóðum úthlutað á bæjarmörkum Grindavíkur og Reykjanesbrautar

Tíu lóðum á bæjarmörkum Grindavíkur og Reykjanesbrautar, í landi Reykjanesbæjar hefur verið úthlutað nú í byrjun árs. Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 7. febrúar var samþykkt að úthluta Jarðvangi ehf., félagi í eigu Bláa Lónsins hf., tæplega 51.000 fermetra  lóð við Breiðasel 73. Staðsetning lóðarinnar er við gatnamót Grindvíkurvegar og Reykjanesbrautar.
Á fundi skipulags- og bygginganefndarinnar nýlega voru samþykktar 9 umsóknir eftir lóðum til viðbótar á sama svæði.

Að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar hjá Reykjanesbæ mun bæjarfélagið fara fljótlega í gatnagerðarframkvæmdir á svæðinu og einnig er von á framkvæmdum hjá HS Veitum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024