Tíu hervélar í helgarstoppi í Keflavík
Tíu bandarískar hervélar voru á dögunum í helgarstoppi á Keflavíkurflugvelli. Um var að ræða sjö A-10C Thunderbolt II árásarvélar sem oft eru kallaðar „Warthog“. Einnig voru tvær Lockheed TriStar og ein Boeing C-17 Globemaster III flutningavél. Þegar um herflugvélar er að ræða er erfitt að nálgast upplýsingar um áfangastaði og á hvaða ferðalagi vélarnar eru eða hversu stór hópur fylgdi vélunum.
A-10C Thunderbolt II árásarvélarnar hafa síðustu misseri verið notaðar í baráttunni gegn ISIS og því má leiða líkur að því að annað hvort eru þessar vélar eða koma úr eða fara í verkefni tengd baráttunni gegn ISIS.
VF-myndir: Hilmar Bragi