Tíu bílar rispaðir við Sóltún og Hátún í Keflavík
Lögreglan á Suðurnesjum leitar að skemmdarvargi/vörgum, sem skemmdu 10 bifreiðar við Sóltún og Hátún í Keflavík milli kl. 14:00 og 16:00 í gær, 25. ágúst.  Bifreiðarnar voru allar rispaðar á vinstri hlið í um 85 – 90 cm hæð með einhverjum oddhvössum hlut.  
Ef einhverjir hafa orðið varir við skemmdarvarginn/ana eru þeir beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800 en hér er um mikið tjón að ræða fyrir bíleigendurna.



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				