Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 23. maí 2002 kl. 10:41

TÍR undirritar samninga upp á 26 milljónir

Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar undirritaði í gær samninga sem TÍR hefur gert við hin ýmsu félög og klúbba. Ráðið hefur samþykkt að gera 19 samninga við aðila sem tengjast íþrótta og tómstundastarfi í Reykjanesbæ og voru tólf þeirra undirritaðir í Skátahúsi Heiðabúa í gærkvöld.
Búið var að undirrita sjö samninga áður, en það voru samningar við knattspyrnudeildirnar í Keflavík og Njarðvík um rekstur íþróttasvæða. Samningar um umsjón öskudagsskemmtunar við foreldrafélag Tónlistarskólans. Samningur um húsaleigustyrk við Púttklúbb Suðurnesja og samningur við Björgunarsveitina vegna þrettándabrennu og flugeldasýningar.

Alls hljóða samningar TÍR upp á 26 milljónir en þá var einng ákveðið að afhenta Jóhanni R. Kristjánssyni fjárstyrk vegna undirbúngs hans og þátttöku á Heimsmeistaramótinu í borðtennis sem fram fer í Taiwan nú í sumar. Þá hefur ráðið einnig undirritað aðra samninga sem tengjast verkefnum ráðsins, meðal annars við lögreglumenn í Keflavík um eyðingu vargfugls og samning um eyðingu minka og refa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024