Timbri og áfengi stolið
– timburmenn á ferðinni?
Þjófnaður á umtalsverðu magni af timbri var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum nýverið. Um var að ræða 70 til 80 stykki af svokölluðum dokahlerum, sem staflað hafði verið upp þar til þeir yrðu notaðir. Þegar til átti að taka voru þeir horfnir. Verðmæti þeirra er um 250 þúsund krónur.
Þá var tilkynnt um þjófnað á áfengi úr vínbúðinni í Njarðvík. Lögregla hafði fljótlega upp á viðkomandi og greiddi hann það sem honum bar fyrir áfengið.