Tímariti Víkurfrétta vel tekið
Tímarit Víkurfrétta, TVF, er komið út. Í blaðinu eru m.a. flottar myndir af öllum þátttakendum í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2001, viðtöl við Jóhann Guðmundsson og Hauk Inga Guðnason sem fóru í atvinnumennsku í fótbolta til Watford og Liverpool, Eygló Alexandersdóttur jógakennara, listakonuna Fríðu Rögnvaldsdóttur sem nú er búsett í Belgíu, konur sem urðu ungar mæður, Stefaníu Magnúsdóttur flugkonu, Helgu Stefánsdóttur slökkviliðskonu á Keflavíkurflugvelli og fyrrverandi barþjón í New York, fjórburana sem nú eru orðnar 12 ára og búa í Vogunum og fleira og fleira. Ljósmyndarar TVF láta engar uppákomur framhjá sér fara, hvort sem það eru partý, árshátíðir eða listviðburðir. Litríkt og lifandi blað á öllum blaðasölustöðum á Suðurnesjum. TVF er 64 síður, allt litprentað og kostar aðeins 399 kr.
TVF fæst á öllum blaðsölustöðum á Suðurnesjum. Einnig er hægt að fá blaðið í áskrift í síma 421-4717. Blaðið kemur út 8-9 sinnum á ári en í því er sagt frá mannlífi á Suðurnesjum í máli og myndum og einnig eru skemmtileg viðtöl við Suðurnesjafólk sem er að gera spennandi hluti hér heima og erlendis.
TVF fæst á öllum blaðsölustöðum á Suðurnesjum. Einnig er hægt að fá blaðið í áskrift í síma 421-4717. Blaðið kemur út 8-9 sinnum á ári en í því er sagt frá mannlífi á Suðurnesjum í máli og myndum og einnig eru skemmtileg viðtöl við Suðurnesjafólk sem er að gera spennandi hluti hér heima og erlendis.