Tímarit Víkurfrétta slær í gegn
Tímarit Víkurfrétta kom út í gær. Blaðið hefur fengið frábærar viðtökur og er uppselt hjá útgefanda.Blaðið hefur aldrei verið efnismeira en einmitt nú og andlit rúmlega 500 Suðurnesjamanna og kvenna eru í blaðinu. Skemmtileg viðtöl og fjölmennir myndaþættir eru aðalsmerki blaðsins.Halakotsbræður af Vatnsleysuströnd eru meðal viðfangsefna okkar í þessu blaði. Einnig tökum við hús á barnafólki. Organistinn í Njarðvík svaf rólegur í 42 ár - áður en tvíburarnir komu á heimilið. Dóra í Kóda og Hannes Ragnarsson upplifðu kraftaverk og það þrisvar. Þau áttu ekki að geta eignast börn en eftir að hafa ættleitt dreng frá Guatemala mátti Hannes vart koma nálægt Dóru öðruvísi en hún yrði ólétt! Við förum með Sævari Reynissyni á vélsleðanum á fjöll, tökum hús á ungum leikara úr Grindavík. Ljósmyndari TVF fór í afmæli Axels Jónssonar veitingamanns og einnig til Sigurðar Vals bæjarstjóra í Sandgerði. Þeir eru báðir fimmtugir. Við vorum einnig á Góugleði Lionessa í Keflavík og á árshátíðum fyrirtækja á Suðurnesjum. Ungt íþróttafólk er tekið tali og við slógum á þráðinn út í heim og ræddum við fólk ytra. Svona mætti lengi telja. TVF er ódýrasta tímaritið á markaðnum ogkostar aðeins 350 kr. á næsta blaðsölustað.