TÍMARIT VÍKURFRÉTTA PRENTAÐ Í FULLKOMNUSTU PRENTVÉL LANDSINS:
- blaðið nær uppselt en aukaupplagi dreift í gærViðbrögð við nýju tímariti Víkurfrétta hafa verið framar vonum og er blaðið nær uppselt eftir fyrstu helgi á markaði. Víða seldist blaðið upp á fyrstu klukkustundunum á föstudag og fljótlega þurfti að bæta við upplagið á sölustöðum. Einnig mætti fjöldi sölubarna til okkar á Víkurfréttir og fengu blöð til að ganga með í hús og selja. Þá var aukablöðum bætt á sölustaði í gær þannig að Suðurnesjamenn sem ekki hafa tryggt sér blaðið geti það fyrir páska.Þetta fyrsta tímarit Víkurfrétta markar tímamót í sögu fyrirtækisins því í fyrsta skipti bjóðum við upp á blað sem byggir tekjur sínar af lausasölu en ekki auglýsingum eins og vikulega útgáfan af Víkurfréttum gerir. Engin breyting verður á útgáfu vikublaðsins Víkurfrétta, þrátt fyrir útgáfu tímaritsins.Tímaritið var prentað hjá prentsmiðjunni Odda hf. í einni fullkomnustu prentvél landsins. Blaðinu var skilað til filmuvinnslu á miðvikudagskvöldi og Oddi skilaði 48 síðana litprentuðu blaði til okkar sólarhring síðar. Þar af tók sjálf prentun blaðsins í prentvélinni góðu eingöngu fáeinar mínútur. Sem dæmi má nefna að það tekur vélina klukkustund að prenta 16 síður í lit í 40.000 eintökum! Ef þetta tölublað Víkurfrétta hefði verið prentað í vélinni hefði það aðeins tekið um 10 mínútur í prentun í stað 10 klukkustunda eins og það er hjá blaðinu í dag!