TÍMARIT VÍKURFRÉTTA KEMUR ÚT Á MORGUN
Þriðja tölublað Tímarits Víkurfrétta, TVF, kemur út í fyrramálið. Meðal efnis má nefna viðtöl við ferna foreldra tvíbura á Suðurnesjum, mótorhjólafeðga og flugkappa. Davíð Ólafsson, næsti stórsöngvari segir frá dvöl sinni erlendis, einnig Suðurnesjakonur sem fóru á vit ævintýra í Ameríku. TVF birtir myndir úr brúðkaupsveislum og mannlíf er í stórum skammti. Þá skoðum við álfa sem búa á Hraunsveginum í Njarðvík ásamt umræðu um árangur Keflvíkinga í knattspyrnunni, ör þjálfaraskipti og fjölnota hús, Reykjaneshöllina! Chitty Chitty Bang Bang gæti verið á leiðinni til Keflavíkur, við skoðum íbúð í Háseylunni í Njarðvík sem var í fréttunum í vor Þá er verðlaunakrossgáta í blaðinu. Blaðið er mun stærra en áður, samtals 64 síður og verðið er við allra hæfi, aðeins kr. 349,-Sölubörn geta mætt á skrifstofur Víkurfrétta kl. 10 í fyrramálið.Þykkt og efnismikið tímarit með áhugaverðu efni fyrir alla fjölskylduna!ÞÚ FÆRÐ EKKI ÓDÝRARA TÍMARIT, EKKI EINU SINNI Í ÁSKRIFT!ÁSKRIFTASÍMINN ER 421 4717