Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tímarit Víkurfrétta í apríl
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 21:45

Tímarit Víkurfrétta í apríl

Tímarit Víkurfrétta hefur göngu sína að nýju eftir nokkuð langt hlé í apríl. Að þessu sinni er blaðið m.a. helgað Fegurðarsamkeppni Suðurnesja en í Tímariti Víkurfrétta verða ítarlegar kynningar á þátttakendum í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2005 en Oddgeir Karlsson ljósmyndari í Reykjanesbæ hefur myndað drottningarnar sérstaklega fyrir þetta blað.
Mikil leynd hvílir enn yfir öðru efni blaðsins eins og er, en þar er að finna átakanlega lífsreynslusögu. Tekið er hús á Suðurnesjafólki víða um heim og myndavélarnar hafa einnig verið á lofti og mannlíf svæðisins hefur verið skjalfest í máli og myndum.
Við undirbúning á jafn umfangsmiklu blaði og Tímariti Víkurfrétta gildir gamla góða tuggan að betur sjái augu en auga. Því hvetjum við fólk til að standa með okkur vaktina og koma til okkar ábendingum um áhugavert lesefni í Tímarit Víkurfrétta. Ábendingum má koma áleiðis á [email protected] eða með því að hringja í blaðamenn í síma 421 0002.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024