Tímarit Víkurfrétta á sölustaði um kvöldmat
Tímarit Víkurfrétta, TVF, er að koma úr prentun þessa stundina en búist er við að blöð verði komin á helstu sölustaði í Reykjanesbæ um kl. 19 í kvöld. Blaðið er mjög efnismikið að vanda. Meðal annars er einkaviðtal TVF við Ellert Eiríksson, fráfarandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Nánar verður greint frá efni blaðsins síðar í dag.