Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tímanlega í gerð fjárhagsáætlunar
Mánudagur 1. júní 2015 kl. 15:07

Tímanlega í gerð fjárhagsáætlunar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga kom saman til fundar í liðinni viku. Auk hefðbundinna starfa bæjarstjórnar þá var hafist handa við fjárhagsáætlun ársins 2016 og vinna við þriggja ára áætlun áranna 2017 til 2019. Þessi vinna er mun fyrr á ferðinni í Vogum nú en oft áður.

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir í vikulegu fréttabréfi sem hann sendir út að tilgangurinn með því að byrja nú í sumarbyrjun er ekki síst sá að bæjarstjórn móti þegar í upphafi stefnu og ákvarði ýmis fjárhagsleg markmið fyrir starfsemina næstu árin.

Fundir bæjarstjórnar Voga fara fram í Álftagerði og eru opnir almenningi sem gefst með þessu móti kostur á að fylgjast með störfum sveitarstjórnar og hlýða á umræður um einstök mál.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024