Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tímamót í rekstri Keflavíkurflugvallar
Föstudagur 2. janúar 2009 kl. 09:36

Tímamót í rekstri Keflavíkurflugvallar



Í dag eru tímamót í rekstri Kelfavíkurflugvallar en þegar opinbera hlutafélagið Keflavíkurflugvöllur ohf tekur til starfa. Starfsemi Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar  heyrir nú undir hið nýja félag sem stofnað var með lögum frá Alþingi síðastliðið vor.  Forstjóri Keflavíkurflugvallar ohf. er Björn Óli Hauksson.

Fimm manna aðalstjórn félagsins skipa: Jón Gunnarsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Ellert Eiríksson og Pétur J. Eiríksson. Varamenn eru: Eysteinn Eyjólfsson, Guðlaug Finnsdóttir, Jón Norðfjörð, Björk Guðjónsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir.

Nýja félagið tekur við rekstri, viðhaldi og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar sem borgaralegs flugvallar auk hagnýtingar flugvallarsvæðisins í þágu öryggis- og varnartengdrar starfsemi svo og rekstri, viðhaldi og uppbyggingu flugstöðvarinnar. Félaginu er heimilt að standa að stofnun annarra félaga og fyrirtækja og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum. Þannig er félaginu heimilt að taka þátt í félagi sem ætlað væri að annast atvinnuuppbyggingu á nærsvæði flugvallarins.

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024