Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tímabundið lækkað verð á hraðhleðslustöð Orkunnar á Fitjum, Reykjanesbæ
Föstudagur 9. febrúar 2024 kl. 16:06

Tímabundið lækkað verð á hraðhleðslustöð Orkunnar á Fitjum, Reykjanesbæ

Vegna ástandsins á Reykjanesskaganum hafa íbúar á Reykjanesi verið hvattir til að hlaða á hraðhleðslustöðvum frekar en í heimahúsum samkvæmt tilmælum frá HS Veitum. Orkan vill koma til móts við viðskiptavini á svæðinu og lækkar verð á rafmagni niður í 25kr./kWh fram yfir helgi vegna ástandsins. Eftir helgi verður staðan endurmetin samkvæmt fyrirmælum frá HS Veitum. 

Hraðhleðslustöðin á Fitjum býður upp á 500 kW hleðslu með átta stæði, CCS tengi og eitt CHAdeMO tengi. Hægt er að greiða með öllum helstu kredit- og debetkortum, Apple/Google Pay, Orkulyklinum, Netgíró og e1 appinu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt er að lesa nánar um tilmæli HS Veita hér - https://www.hsveitur.is/fraedsla/spurt-og-svarad/natturuhamfarir/