Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tímabundið húsnæði þarf að stækka
Mánudagur 18. desember 2017 kl. 09:43

Tímabundið húsnæði þarf að stækka

Tímabundið húsnæði grunnskóla við Dalsbraut í Innri Njarðvík er strax orðið of lítið. Ráðast þarf í stækkun á húsnæðinu og hefur bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkt að hefja framkvæmdir við stækkun á húsnæðinu.
 
Í bráðabirgðahúsnæðinu er Akurskóli með aðstöðu til að kenna nemendum úr 1. til 3. bekk sem búa í Dalshverfi 1 og 2. Húsnæðið er úr sérsmíðuðum gámaeiningum sem komu frá Slóveníu og er húsið það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Í húsinu eru kennslustofur og samrými sem er fjölnota.
 
Kostnaður við bygginguna sem tekin var í notkun sl. haust er í kringum 150 milljónir með allri jarðvinnu og komu allar einingarnar tilbúnar þar á meðal með pípulögnum sem sparar heilmikinn tíma. Einungis tók þrjár vikur að reisa bráðabirgðaskólann.  
 
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að um sé að ræða rétt rúmlega 100 fermetra stækkun. Hún er gerð svo hægt sé að hafa skólann einsetinn fyrir 1. til 4. bekk og því þurfu ekki að senda 4. bekkinga aftur í Akurskóla. Kostnaður við stækkunina er um 45 milljónir króna en stækkuninni á að vera lokið í lok júní á næsta ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024