Tilraunir til innbrots
Í nótt var reynt að brjótast inn í fyrirtæki í Grófinni í Keflavík en sú tilraun virðist hins vegar ekki hafa tekist. Þá var brotist inn í fyrirtæki við Hafnargötuna í Keflavík, samkvæmt upplýsingum lögreglu.Styggð virðist hafa komið að innbrotsþjófnum og hann horfið á braut án þess að stela nokkru.