Tilraun til innbrots í tölvuverslun
Í nótt var gerð tilraun til innbrots í verslunina Samhæfni-Tæknilausnir sem stendur við Hringbraut í Reykjanesbæ. Gerð hafði verið tilraun til að spenna upp glugga á vesturhlið verslunarinnar og hafði glerskeri einnig verið notaður til að gera gat á gluggan. Viðvörunarkerfi verslunarinnar fór í gang og lögreglumenn komu á vettvang. Skammt frá vettvangi handtóku lögreglumenn ungan mann sem reyndi að komast undan á hlaupum. Maðurinn var færður í fangageymslu og er hann grunaður um innbrotið, en á honum fannst glerskeri.