Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 25. febrúar 2003 kl. 10:27

Tilraun gerð með akstur á skíðasvæðið í Bláfjöllum

Nýverið undirrituðu 12 sveitarfélög þjónustusamning vegna reksturs skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Samningurinn nær til næstu 5 ára og kveður á um föst framlög sveitarfélaganna til reksturs og framkvæmda á
tímabilinu og þjónustu þessara svæða við íbúa sveitarfélaganna. Af þessu tilefni vill Bláfjallanefnd gera tilraun með akstur af Suðurnesjum á skíðasvæðið í Bláfjöllum.Ef þetta gengur vel er möguleiki á að framhald verði á þessum akstri. Því er mikilvægt að þeir sem hafi áhuga á þessu notfæri sér þetta tækifæri og tryggi áframhaldandi akstur í fjöllin. Allar nánari upplýsingar um skíðasvæðin okkar er að finna á vefnum www.skidasvaedi.is.

Nánari upplýsingar veita:
Logi Sigurfinnsson framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í síma 895 66 00/[email protected]
Ragnar Örn Pétursson, fulltrúi Reykjanesbæjar í Bláfjallanefnd í síma 896 3310
Sigmar Eðvarðsson, fulltrúi SSS í Bláfjallanefnd í síma 893 37 19
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024