Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna
Fimmtudagur 12. október 2023 kl. 06:12

Tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna

Fimmtudaginn 5. október voru tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna árið 2023. Tilnefnt er eftir þremur flokkum. Að þessu sinni er Brynja Stefánsdóttir, kennari í Stapaskóla, tilnefnd fyrir árangursríka vísinda- og tæknikennslu á leik- og grunnskólastigi.

Í umsögn segir m.a.:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Brynja er kennari af lífi og sál ... Hún smitar einlægum áhuga sínum á viðfangsefninu til nemenda auk þess sem hún sýnir nemendum einstakan skilning og nærgætni og einstaklingsmiðar allt nám eins og þarf. Brynja hvetur samstarfsfólk sitt áfram og lítur heildstætt á skólastarf. Við skipulag kennslunnar hugar hún vel að læsi og öðrum grunnþáttum menntunar. Hún er einstaklega jákvæð og góð fyrirmynd fyrir aðra kennara, fagmaður fram í fingurgóma, nýtir upplýsingatækni vel í starfi sínu og nær miklum árangri með nemendum. Að lokum er hún leiðandi í samfélagi náttúrufræðikennara með því að deila hugmyndum og hvetja aðra áfram.“

Nánar má lesa um tilnefningar á vef Reykjanesbæjar.