Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 22. janúar 2004 kl. 11:56

Tillaga um lækkun tímagjalds á leikskólum felld í bæjarráði

Jóhann Geirdal og Ólafur Thordersen, fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði Reykjanesbæjar lögðu fram tillögu um að lækka tímagjald á leikskólum um 9,1% frá þeirri hækkun sem nýlega tók gildi. Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar var felld af meirihlutanum. Í tillögu Samfylkingarinnar sem var felld var lagt til að greiðsla foreldra í kostnaði yrði sem næst 35% af rekstrarkostnaði leikskóla án húsaleigu, enda hafi ekki verið gert ráð fyrir henni í útreikningum á rekstrarkostnaði til þessa. Í greinargerð með tillögunni segir: „Við teljum að ef rekstrarkostnaður leikskóla er reiknaður á sambærilegan hátt og gert hefur verið til þessa, þ.e. húsnæðiskostnaður ekki tekinn með í reksturinn eins og gert er með leigu nú, eftir að Fasteign hf. kom til sögunnar, þá sé ásættanlegt að miðað sé við að foreldrar greiði 35% af rekstrarkostnaði leikskólans. Þessi breyting felur í sér um 9,1% lækkun á tímagjaldi frá því sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til.“

Í bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði segir að með hækkun á grunngjaldi sé miðað við að framvegis greiði foreldrar um 35% af kostnaði við vistun fyrta barns á leikskóla en að systkinaafsláttu hafi verið aukinn.
„Í heildarkostnaði við rekstur telst að sjálfsögðu einnig húsnæðiskostnaður. Öllum sveitarfélögum er gert skylt að gera grein fyrir þeim kostnaði og innheimta hann, ýmist í gegnum sérstakan eignasjóð, eða sem útfærslu í fasteignafélag eins og Reykjanesbær hefur gert. Niðurstaðan er sú sama: Húsnæðiskostnaður er raunverulegur kostnaður, eins og öll heimili þekkja,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðiflokksins sem lögð var fram í bæjarráði í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024