Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Tillaga um hringtorg á Hafnargötu samþykkt á bæjarráðsfundi
Föstudagur 16. ágúst 2002 kl. 09:38

Tillaga um hringtorg á Hafnargötu samþykkt á bæjarráðsfundi

Nú geta íbúar við Hafnargötu í Keflavík byrjað að kætast því bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti tillögu Viðars Más Aðalsteinssonar, forstöðumanns umhverfis- og tæknisviðs, um hringtorg við gatnamót Hafnargötu og Víkurbraut, ásamt tengdum framkvæmdum á gatnamótum Víkurbrautar og Bryggjuvegar á fundi sínum í gær.

Eins og fram hefur komið í fréttum eru íbúar við Hafnargötu orðnir verulega þreyttir á hávaðamengun og glannaakstri um götuna og hafa til að mynda sent bæjarstjóra undirskriftalista þess efnis að eitthvað verði gert í málinu sem nú hefur verið gert með þessari samþykkt.
Heildarkostnaður er talinn vera um sex milljónir og var því vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2002.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25