Tillaga um að ríkið selji hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja
Minnihluti Samfylkingarinnar í Fjárlaganefnd, að frumkvæði Jóns Gunnarsson alþingismanns, lagði fram á alþingi á þriðjudag tillögu þess efnis að ríkið fengi heimild til að selja 15% hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, en nafnverð hlutarins er um 1.100 milljónir króna. Tillagan er skilyrt þannig að verja skuli andvirði hlutabréfanna til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum.