Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tilkynningum vegna HABL hætt
Þriðjudagur 8. júlí 2003 kl. 14:28

Tilkynningum vegna HABL hætt

Heilbrigðisráðherra hefur að fengnum tillögum sóttvarnalæknis og umsögn sóttvarnaráðs ákveðið að hætt skuli sérstökum tilkynningum til ferðamanna um HABL (heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu) í flugstöðvum, alþjóðlegu flugi og höfnum landsins. Ákvörðunin byggist á yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá 5. júlí s.l. þess efnis að HABL greinist ekki lengur í heiminum.Vakin er athygli á því að þótt HABL greinist ekki lengur er ekki þar með sagt að sjúkdómurinn sé horfinn. Heilbrigðisstarfsmenn þurfa eftir sem áður að hafa vakandi auga með sjúkdómnum og greinist hann aftur verða birtar tilkynningar um nauðsynleg viðbrögð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024