Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tilkynning frá Spkef sparisjóði
Miðvikudagur 2. febrúar 2011 kl. 09:55

Tilkynning frá Spkef sparisjóði

Vegna þeirrar umræðu sem verið hefur í fjölmiðlum undanfarna daga vilja ný stjórn og nýr sparisjóðsstjóri Spkef sparisjóðs taka eftirfarandi fram:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nauðsynlegt er að aðgreina á milli aðila þegar fjallað er um lánveitingaákvarðanir Sparisjóðs Keflavíkur. Þann 22. apríl 2010 var nýr sparisjóður reistur við undir merkjum Spkef sparisjóðs. Rannsókn stendur nú yfir af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) á gamla Sparisjóði Keflavíkur og sinnir PWC þeirri rannsókn fyrir hönd FME. Stjórn og sparisjóðsstjóri nýja Spkef telja nauðsynlegt að bíða endanlegra niðurstaðna rannsóknar FME til að fá heildarmynd af starfsemi gamla Sparisjóðs Keflavíkur áður en hægt er að fella einhverja dóma byggða á umfjöllun fjölmiðla. Allir hlutaðeigandi hljóta þó að telja eðlilegt að slík skoðun fari fram. Það er mikilvægt í þeirri umræðu sem verið hefur undanfarið í fjölmiðlum að allir þeir aðilar sem til skoðunar eru vegna starfsemi gamla Sparisjóðs Keflavíkur njóti sannmælis og sanngirni. Stjórn hins nýja Spkef sparisjóðs vill taka það fram að hvorki hún né stjórnendur nýja sjóðsins eru beinir þátttakendur í þeirri rannsókn.


Þá hafa málefni nýja Spkef sparisjóðs, sem endurreistur var, einnig verið til umfjöllunar. Þeirri endurreisn miðar vel áfram. Umtalsverð vinna hefur verið lögð í endurskipulagningu á starfsemi sparisjóðsins, á endurútreikningum á íbúðarlánum, stofnfjárlánum, erlendum lánum og endurskipulagningu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þá hefur skipulag sjóðsins verið endurskoðað og dregið hefur verið úr kostnaði. Unnið er að því hörðum höndum að stilla upp stofnefnahagsreikning nýs sparisjóðs með það fyrir augum að leiða í ljós endurfjármögnunarþörf hans. Er þá meðtalinn skuldbinding ríkisins vegna innistæðna og mismunur á milli skulda og eigna. Áréttað skal að allar innistæður í sparisjóðum og útibúum þeirra eru að fullu tryggðar, í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þess efnis. Niðurstaða vinnunnar við endurskipulagninguna mun liggja fyrir í lok febrúar.

f.h. stjórnar Spkef
Ásta Dís Óladóttir, formaður

f.h. Spkef
Einar Hannesson, sparisjóðsstjóri