Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tilkynna stöðu Reykjanesbæjar til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga
Þriðjudagur 3. maí 2016 kl. 21:09

Tilkynna stöðu Reykjanesbæjar til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga

– Samningar við kröfuhafa tókust ekki

Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í kvöld að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar við kröfuhafa séu ekki í sjónmáli og að óska eftir viðræðum við nefndina. Ákvörðunin var samþykkt með 7 atkvæðum meirihlutans og fulltrúa Framsóknarflokks. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru á móti.

„Við fengum að heyra það í dag að lífeyrissjóðirnir eru ekki tilbúnir í neinar afskriftir, neina lækkun á vöxtum,“ sagði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar á fundinum sem var að ljúka.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 14. apríl síðastliðinn þá tillögu að bæjarstjórn afgreiddi tillögu um að sækja um það við Innanríkisráðuneyti að fjárhaldsstjórn taki við fjármálum sveitarfélagsins þar sem stífar viðræður við kröfuhafa undanfarna mánuði hafa ekki borið árangur. Markmið bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar með viðræðunum var að fá 6,5 milljarða af skuldum sínum felldar niður. Heildarskuldir bæjarfélagsins eru um 40 milljarðar.

Á bæjarstjórnarfundinum í kvöld var lögð fram önnur tillaga sem felur ekki í sér að óskað sé sérstaklega eftir því að fjárhaldsstjórn taki við fjármálum sveitarfélagsins, heldur að tilkynna stöðuna til nefndarinnar og láta nefndarmenn um að ákveða framhaldið og þá hvort og hvenær skipuð verði fjárhaldsstjórn.

Fyrir tveimur vikum sendu fulltrúar þeirra 11 lífeyrissjóða, sem eru meðal kröfuhafa Reykjanesbæjar, bréf til bæjaryfirvalda, með þeim tíðindum að vilji væri til að reyna áfram að ná samkomulagi um niðurfellingu skulda. Nú er ljóst að þeir samningar hafa ekki náðst.

Upptaka frá fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar er hér að neðan:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024