Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tilgangur og framkvæmd samræmdra prófa til skoðunar
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar.
Föstudagur 16. mars 2018 kl. 15:45

Tilgangur og framkvæmd samræmdra prófa til skoðunar

Fræðsluráð Reykjanesbæjar hvetur til þess að tekin verði upp umræða meðal fagaðila um að endurskoða tilgang og framkvæmd samræmdra prófa. Þetta er niðurstaða umræðu sem fram fór í fræðsluráði Reykjanesbæjar í morgun.
 
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti þá stöðu sem upp er komin vegna annmarka á framkvæmd samræmdra könnunarprófa sem lögð voru fyrir nemendur í 9. bekk nýlega.
 
Fræðsluráð bæjarins felur Helga Arnarsyni að vinna málið með starfsfólki fræðslusviðs Reykjanesbæjar og skólastjórnendum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024