Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tilgangslaust líf ungmenna sem bíða úrræða stjórnvalda
Fimmtudagur 3. nóvember 2011 kl. 09:27

Tilgangslaust líf ungmenna sem bíða úrræða stjórnvalda

„Þrátt fyrir loforð og loforð ofan hafa störf sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur lofað að skapa ekki orðið til á Suðurnesjum frekar enn annarsstaðar á landinu. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum gerir ekki bara líf ungmenna tilgangslausara heldur dregur það jafnt og þétt úr trú almennings að hjól atvinnulífsins komist í gang meðan ríkisstjórnin situr,“ segir m.a. í bókun D-listans í Garði vegna fyrirspurnar frá N-listanum vegna Fjölsmiðjunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í fyrirspurninni segir: „Sveitarfélagið Garður tók góðu heilli þá ákvörðun að taka þátt í rekstri Fjölsmiðjunnar svo ungt fólk úr Garðinum gæti notið þess úrræðis jafnt og önnur ungmenni á Suðurnesjum.


N-listi óskar eftir upplýsingum um fjölda umsókna sem borist hafa frá Fjölsmiðjunni vegna ungmenna úr Garðinum og spyr jafnfram hvar í ferlinu umsóknir séu staddar.


Mikilvægt er að brugðist sé fljótt við umsóknum þessum því með hverri viku sem líður í lífi ungmenna án vinnu og launa verður lif þeirra tilgangslausara“.


Í svari við fyrirspurn N-listans segir að eftir fyrirspurn til forstöðumanns Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum barst svar um umsóknarferli í Fjölsmiðjuna. Allar umsóknir fara í gegnum Félagsþjónustu sveitarfélaganna Sandgerði, Garðs og Voga. Tveir einstaklingar úr Garði hafa komið til viðtals en annar þeirra er að hefja þátttöku í Fjölsmiðjunni á næstu dögum.


Þá segir að meirihluti D-listans að Bæjarráð Garðs tekur undir með N-lista að með hverri viku sem líður í lífi ungmenna án vinnu og launa verður líf þeirra tilgangslausara. Þrátt fyrir loforð og loforð ofan hafa störf sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur lofað að skapa ekki orðið til á Suðurnesjum frekar enn annarsstaðar á landinu. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum gerir ekki bara líf ungmenna tilgangslausara heldur dregur það jafnt og þétt úr trú almennings að hjól atvinnulífsins komist í gang meðan ríkisstjórnin situr. Þess vegna tekur bæjarráð Garðs heilshugar undir með N-listanum þegar hann talar um tilgangslaust líf ungmenna sem bíða úrræða stjórnvalda.

Myndin er tekin við stofnun Fjölsmiðjunnar.