Tilboðum í breytingar á íþróttamiðstöð hafnað
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur hafnað þeim tveimur tilboðum sem bárust í framkvæmdir við íþróttamiðstöðina í Garði. Ástæðan er að tilboðin voru mun hærri en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir.
„Í því felst ekki að hætt hafi verið við framkvæmdina. Framvinda málsins er í höndum bæjarstjóra og formanns bæjarráðs, samkvæmt samþykkt bæjarráðs,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs.