TILBOÐ OPNUÐ Í HÖNNUN LEIKSKÓLA
				
				Nýverið voru opnuð tilboð í hönnun leikskóla, sem væntanlega mun rísa á Nikkelsvæði og tengibygginar milli Tjarnarsels og Tjarnarlundar. Eitt tilboð barst í hönnun tengibyggingar en það var frá Teiknistofunni Örk að upphæð 699 þúsund krónur og mælir Framkvæmda- og tækniráð með tilboðinu. Þá barst einnig eitt tilboð í hönnun leikskóla frá hönnuðum Arnarsmára 34 í Kópavogi að upphæð kr. 2,8 milljónir króna. Nefndinni barst einnig bréf frá Teiknistofunni Örk, Tækniþjónustu S.Á. og Rafmiðstöðinni að upphæð kr. 3.197.700. Bréfið kveður á um fullnaðarteikningar á nýjum leikskóla. Nefndin mælir hinsvegar með að samið verði við hönnuði Arnarsmára 34. Bæjarráð Reykjanesbæjar mun fjalla um þessi tilboð á næsta fundi sinum og taka afstöðu til þeirra.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				