Tilboð komið í 50 metra stálþil í Sandgerðishöfn
Útboð vegna byggingar stálþils í norðurgarð Sandgerðishafnar var opnað í gær og hafa alls borist 7 tilboð í verkið. Stálþilið sem ætlað er að bæta 50 metrum við enda norðurgarðs Sandgerðishafnar mun opna fyrir viðlögu stærri og dýpri skipa við höfnina.Kostnaðaráætlun Siglingarstofnunar hljóðaði upp á 23.3 milljónir kr. en lægstbjóðandi í verkið var Guðlaugur Einarsson ehf. í Hafnarfirði og var það 91% af kostnaðaráætlun eða samtals 21,3 milljónir. Björn Arason hafnarstjóri sagðist í samtali við Víkurfréttir ekki vita hvenær gengið verði frá samningum um verkið, en hann átti þó von á að tilboði lægstbjóðanda yrði tekið.