TILBOÐ Í VIÐBYGGINGU NJARÐVÍKURSKÓLA
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 8. desember s.l. að taka tilboði Hjalta Guðmundssonar í viðbyggingu og endurbætur á Njarðvíkurskóla. Tilboð Hjalta var lægsta tilboðið sem barst en það hljóðaði uppá tæpar 150 milljónir eða 95, 2% af kostnaðaráætlun hönnuða. Meistarahús lagði einnig fram tilboð en það var ívið hærra, eða rúmar 160 milljónir, þ.e. 109,3% af kostnaðaráætlun.