Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tilboð gerð í draugaskip í Njarðvíkurhöfn
Miðvikudagur 28. apríl 2004 kl. 15:18

Tilboð gerð í draugaskip í Njarðvíkurhöfn

Gert hefur verið tilboð í draugaskipið Kristbjörgu VE sem legið hefur í Njarðvíkurhöfn um árabil. Einnig hefur verið gert tilboð í prammann sem legið hefur við höfnina síðustu þrjú ár. Fyrirtækið sem gert hefur tilboð í draugaskipin er danskt og ætlar sér að nota skipin til niðurrifs í brotajárn.

Kristbjörgin VE hefur legið við höfn í Njarðvík um árabil mörgum til mikils ama. Að sögn Péturs Jóhannssonar hafnarstjóra í Reykjanesbæ eru menn þar á bæ fegnir að loks sjái fyrir endann á því að skipin liggi þarna við festar. 

Pramminn sem danirnir hafa gert tilboð í var notaður við grjótflutninga í grjótvarnargarð við Keflavíkurhöfn. Pramminn hefur reynst dauðagildra fyrir æðarfugl, en tilkynnt hefur verið um nokkra fugla sem drepist hafa með því að kafa undir prammann og festast þar undir.

Gert er ráð fyrir að skipin fari úr höfninni í sumar.

Myndirnar: Á myndunum má sjá Krisbjörgu VE og prammann við Njarðvíkurhöfn. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024