Til viðræðna um móttöku flóttamanna
	Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur lýst sig reiðubúið til viðræðna við íslensk stjórnvöld um móttöku flóttamanna og hefur falið bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna frekar í málinu.
	
	Velferðarráðuneytið hefur sent erindi á öll sveitarfélög á Íslandi til að athuga með vilja sveitarfélaga til að taka við flóttafólki en mikill flóttamannastraumur er nú í Evrópu vegna átaka  m.a. í Sýrlandi. Er flóttamannastraumurinn sá mesti frá lokum síðari heimsstyrjaldar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				