Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Til vandræða í flugvél og leigubíl
Lögreglan hafði tvisvar sinnum á stuttum tíma afskipti af manninum.
Mánudagur 7. mars 2016 kl. 09:40

Til vandræða í flugvél og leigubíl

Lögreglan á Suðurnesjum var í síðustu viku kvödd á Keflavíkurflugvöll vegna farþega sem var að koma frá Boston og hafði látið ófriðlega í flugvélinni. Hann var mjög ölvaður og hafði verið með ógnandi tilburði við flugáhöfn og farþega  allt flugið. Hann var ósamvinnuþýður við lögreglu og var því handtekinn og færður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Að henni lokinni var honum ekið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem hann ætlaði að halda ferð sinni áfram.

Degi síðar lenti svo leigubifreiðastjóri í vandræðum með farþega sem hann hafði ekið um Reykjanesbæ ýmissa erinda en sá vildi ekki greiða fargjaldið við lok ferðar. Lögreglan var kvödd til og reyndist farþeginn vera sá sami og hafði látið ófriðlega í flugvélinni í fyrradag. Sátt náðist um að hann myndi greiða upp í gjaldið þá peninga sem hann hafði handbæra og hefur Lögreglan á Suðurnesjum ekki haft frekari fregnir af ferðasögu hans síðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024