Til í að skoða allt í tengslum við stækkun Reykjanesbrautar
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, sagði í svari við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar í dag að hann væri tilbúin til að skoða tilboð einkaaðila um fjármögnun framkvæmda við stækkun Reykjanesbrautar, svo framarlega sem þess væri gætt að farið yrði eftir hefðbundnum leikreglum. Tilefni fyrirspurnar Hjálmars Árnasonar í þinginu var ræða sem Stefán Friðfinnsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, flutti við opnun Reykjaneshallarinnar um helgina. Umæli hans þar eru talin fela í sér óbeint tilboð um að Íslenskir aðalverktakar séu tilbúnir að taka að sér fjármögnun og framkvæmd stækkunarinnar. Ráðherra sagðist tilbúin til að skoða allt sem fram kæmi og gæti flýtt fyrir afgreiðslu þessa mikilvæga máls. Ráðherra lagði þó áherslu á að verktakar gætu ekki valið sér þau verkefni sem þeir vildu vinna fyrir hið opinbera og ávallt yrði að fara útboðsleiðina, enda yrðu allir að fá sömu möguleika og jafnan rétt til aðkomu að verkefninu. Þetta kom fram á Vísi.is í dag