Til Helguvíkur eftir barning yfir hafið
Erlent flutningaskip er nú á leið til hafnar í Helguvík eftir þriggja sólarhringa barning í hafinu milli Íslands og Grænlands, þar sem skipinu miðaði nánast ekkert áleiðis í óveðri.
Skipið var komið að undir Garðskaga og ætlaði skipstjórinn að halda til Helguvíkur, en ákvörðunarstaður skipsis átti að vera Sandgerði, segir í frétt á Bylgjunni nú áðan. Þar sagði jafnframt að ellefu manna áhöfn skipsins væri væntanlega orðin útkeyrð á volkinu.
Skipið átti að sækja loðdýrafóður til Sandgerðis og flytja það til Danmerkur.