Til hamingju með daginn mæður!
Mæðradagurinn er í dag og var hann fyrst haldinn fjórða sunnudag í maí, en er nú annan sunnudag þess mánaðar og fylgir þannig alþjóðlegri hefð.
Ástæðurnar fyrir því að halda upp á þennan dag eru misjafnar. Grikkir til forna héldu upp á hann til heiðurs Rheu sem þeir töldu móðir guðanna. Bretar halda upp á daginn og minnast um leið gyðjunnar Brigid.
Í dag virðast þó flestir hugsa til mæðra sinna og færa þeim jafnan koss á kinn eða blómvönd. Mikið var að gera í blómabúðum í dag og langar biðraðir mynduðust eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
VF-mynd Margrét