Tíkin Tara fundin
Dobermantíkin Tara sem týndist að morgni nýársdags er fundin. Tíkin fannst á Miðnesheiði en sést hafði til hennar á heiðinni og í nágrenni Sandgerðis. Það var síðan vegfarandi sem sá til Töru í morgun í nágrenni ratsjárstöðvarinnar á Miðnesheiði sem leiddi til þess að tíkin var handsömuð. Eigendur vilja koma á framfæri þökkum til þeirra sem aðstoðuðu við leitina.