Tíðindalítil næturvakt hjá lögreglu
Að sögn lögreglu var næturvaktin tíðindalítil. Bálhvasst var framan af nóttu en lægði síðan undir morgun. Hvassviðrinu fylgdi talsvert vatnsveður. Ekki voru miklar annir hjá lögreglunni vegna veðursins en samkvæmt spá Veðurstofunnar á að hvessa aftur með morgninum og er lögregla og björgunarsveitir því í viðbragðsstöðu ef eitthvað ber út af.