Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tíðindalítið hjá lögreglu
Þriðjudagur 23. nóvember 2004 kl. 08:31

Tíðindalítið hjá lögreglu

Síðasti sólarhringur var með allra rólegasta móti hjá Lögreglunni í Keflavík. Í gærdag var einn ökumaður kærður fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar og um kvöldið höfðu lögreglumenn afskipti af ökumanni og farþega í bifreið þar sem hvorugur þeirra var með bílbeltin spent.

Þá var nokkrum börnum vísað heim um kl. 21 þar sem útivistartími þeirra var liðinn.

Ekkert fréttnæmt gerðist á næturvaktinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024