Tíðindalaust hjá lögreglunni
Það er sannkallað logn í dagbók lögreglunnar í Keflavík þessa dagana. Samkvæmt upplýsingasíma lögreglunnar hefur ekkert fréttnæmt komið inn á borð laganna varða síðustu tvo sólarhringa.Lögreglan hrósar happi á meðan allt er með ró og spekt en veit hins vegar að logninu fylgir oft stormur, sem kallast erill á máli lögreglumanna.